Veiðitillhögun

Fjarðará í Hvalvatnsfirði er 4 stanga silungsveiðisvæði í Fjörðum á milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa. Ekið er að austan út Eyjafjörð í átt að Grenivík og stuttu áður en komið er til Grenivíkur er beygt til hægri við Gljúfurá og keyrt þaðan yfir heiðina og niður í Hvalvatnsfjörð.

Veiðisvæði nær frá ós og upp að fossi við eyðibýlið Gil. Yfirleitt er mest um veiði á ósasvæðinu sjálfu en einnig má finna bleikjur ofar í ánni og eru þær þá yfirleitt töluvert vænni.

Það má gera ráð fyrir c.a. 45 mínútna akstri frá þjóðvegi og að ósasvæðinu og vegurinn getur verið í misjöfnu ástandi. Einnig er mjög misjafnt hvenær vegurinn opnar en það fer eftir snjóþunga vetursins á undan.

Seldar eru 4 stangir á dag sem gilda á öllu svæðinu og er veiðitími frjáls frá kl 06:00 - 24:00.

Allt löglegt agn er leyfilegt á svæðinu.(fluga, maðkur og spónn)

Veiðileyfi

Fnjóská
22.7.2019 - 24.7.2019
1 stöng, hálfur-heill-hálfur, svæði 1 - 2 - 3 - 4
Verð: 81.650 kr. - Stangir: 1
22.7.2019 - 24.7.2019
1 stöng, hálfur-heill-hálfur, svæði 2 - 3 - 4 - 1
Verð: 81.650 kr. - Stangir: 2
22.7.2019 - 24.7.2019
1 stöng, hálfur-heill-hálfur, svæði 3 - 4 - 1 - 2
Verð: 81.650 kr. - Stangir: 2

Fnjóská - Svæði 5
24.7.2019
1 stöng í einn dag
Verð: 8.050 kr. - Stangir: 2
25.7.2019
1 stöng í einn dag
Verð: 8.050 kr. - Stangir: 2
26.7.2019
1 stöng í einn dag
Verð: 8.050 kr. - Stangir: 2