Fréttir

17 jún. 2013

Laxinn er mættur í Fnjóská

Nú um helgina fóru stjórnarmenn að Fnjóská og bleyttu þar færi til að athuga hvort lax væri mættur á svæðið. Aðstæður voru með erfiðara móti en þó betri en oft áður á þessum fyrstu dögum veiðitímanns. Áin var um 4 gráður og frekar vatnsmikil, eða um 130-140 m3 og lítillega skoluð.

Tveir laxar komu á land og voru báðir 2ja ára fiskar sem voru tæpir 80 cm. Þeir veiddust á Malareyri og í Efra-Lækjarviki. Annar þeirra var lúsugur en hinn hafði greinilega verið þó nokkra daga í ánni.

Nú í sumar verður sú breyting á að allur afli úr Fnjóská verður skráður hér í gegnum vefsíðuna okkar og því verða ekki veiðibækur í Ellingsen líkt og undanfarið. Til að skrá afla þarf að skrá sig inn í kerfið hjá okkur en það þarf aðeins að gera einu sinni. Þar velja veiðimenn sér lykilorð og nota það framvegis til þess að skrá afla.

Það er okkar von að þetta sé þjónusta sem veiðimönnum komi til með að líka vel við, enda geta þeir skráð aflann hvar og hvenær sem er ef þeir eru tengdir við internetið. Við ítrekum þó að það er mikilvægt að vanda skráninguna og skrá afla eins fljótt og auðið er eftir að veiðum er hætt - líka silung.

Mynd: Sigurður Ringsted formaður Flúða með fyrsta veidda laxinn úr Fnjóská í sumar.

Til baka

Veiðileyfi

Fnjóská
Ekkert laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekkert laust eins og er.