Fréttir

08 júl. 2013

Sjóbleikjan mætt á efri svæðin!

Fnjóská er búin að vera vatnsmikil og köld það sem af er sumri en er nú óðum að komast í gott lag. Enn sem komið er hefur ekki komið lax af efri svæðunum en þau ættu að detta inn fyrr en varir.
Þeir laxar sem hafa komið á land á 1. svæði , eru flestir stórir og vel haldnir og síðustu daga hafa m.a. veiðst stórir hængir (8 kg). 
Menn hafa verið að setja í stórar og fallegar sjóbleikjur á 1. svæði og þær fyrstu sem veiðast ofan stigans fengust á 3. svæði 7. júlí. 

Til baka

Veiðileyfi

Fnjóská
Ekkert laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekkert laust eins og er.