Fréttir

08 júl. 2013

Vegaframkvæmdir í Fnjóskadal

Veiðimenn athugið að vegna brúarvinnu verður Fnjóskadalsvegur eystri lokaður við Þverá í Dalsmynni frá kl 13:00 í dag mánudaginn 8. júlí til kl.19:00 fimmtudaginn 11. júlí.  Ekki er því hægt að aka Fnjóskadalsveg frá 1. svæði og upp á efri svæðin, en veiðimönnum er bent á að fara Víkurskarðið.  
Einnig er vegslóðinn upp með 1. og 2. svæði vestan árinnar ófær vegna skemmda en hann verður lagfærður á næstu dögum.  

Til baka

Veiðileyfi

Fnjóská
Ekkert laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekkert laust eins og er.