Fréttir

12 júl. 2013

Ófært í Fjarðará

Eins og staðan er núna er ófært út í Hvalvatnsfjörð og verður það líklega eitthvað fram eftir mánuði.

Við höfðum samband við heimamenn sem fóru með fé til beitar fyrir stuttu. Að þeirra sögn þarf að leita 20 ár aftur í tímann til að sjá eins mikið fannfergi og nú er.

Því bendum við veiðimönnum á að athuga með færð áður en farið er í að kaupa veiðileyfi.

Þeir veiðimenn sem hafa þegar keypt veiðileyfi og komast ekki vegna ófærðar geta haft samband við okkur þegar að því kemur. Ef það er ekki fært munum við bjóða þeim sambærileg veiðileyfi án endurgjalds þegar hægt verður að komast á veiðislóðirnar.

Mynd: Það er fallegt útsýni á ósasvæðinu í Fjarðará og vonandi verður þetta svona seinna í sumar.

-IK-

Til baka

Veiðileyfi

Fnjóská
Ekkert laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekkert laust eins og er.