Fréttir

22 júl. 2013

LOKSINS!

Fyrstu laxarnir veiddust ofan laxastigans í Fnjóská 20-22. júlí.

Sá fyrsti kom 20. júlí á spón úr Neslæk á 4. svæði, síðan kom einn lax 21. júlí á flugu úr Systrahvammi á 4. svæði og einn lax 22. júlí á flugu úr Árbugsárós á 2. svæði.

Þetta er töluvert seinna en undanfarin ár, þar sem fyrstu laxarnir hafa oftast komið á land fyrstu dagana í júlí og einstaka sinnum í lok júní. Áin hefur verið mjög vatnsmikil og köld það sem af er sumri, og það hafa því ekki verið skilyrði til þess að stiginn væri fiskgengur, þó svo að hann hafi verið opinn frá upphafi veiðitímans um miðjan júní.

Vænta má að nú sé loksins að draga úr vatnsflaumnum og Fnjóská fari að komast í sumarbúninginn með veiði um alla á.

Til baka

Veiðileyfi

Fnjóská
Ekkert laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekkert laust eins og er.