Fréttir

17 sep. 2013

Silungsveiðileyfi á svæði 1

Ákveðið var að bjóða upp á silungsveiði á neðsta svæðinu í Fnjóská núna út september. Veiði hefur oft á tíðum verið góð í bleikju þarna niðurfrá þegar líða fer á haustið þó við höfum litlar fréttir af henni núna en skýringin frekast sú að ekki hefur verið reynt ennþá.

Við bendum á það að leyfin gilda aðeins neðan gömlu brúar.

Til baka

Veiðileyfi

Fnjóská
Ekkert laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekkert laust eins og er.