Fréttir

26 des. 2013

Gleðilega hátíð - Umsóknir um veiðileyfi

Við óskum félagsmönnum okkar sem og öðrum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum fyrir samstarfið á þessu ári og vonumst til að allir hafi notið góðs af.

Umsóknareyðublöð hafa nú verið send út til félagsmanna og er frestur til að skila inn umsóknum til og með 12. janúar 2014.

Við stefnum á að ljúka úthlutun sem fyrst og munum við þá kynna hverjum félagsmanni sína úthlutun og taka við athugasemdum.

Að úthlutun til félagsmanna lokinni fara óseldir dagar í almenna sölu á heimasíðu okkar, þar sem utanfélagsmenn greiða 20 % hærra gjald en félagsmenn. Áfram verður selt í 2 samliggjandi dögum, en þó verður hægt að kaupa hálfa daga eftir að veiði hefst, en slíkir dagar verða nokkru dýrari.

Til baka

Veiðileyfi

Fnjóská
Ekkert laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekkert laust eins og er.