Fréttir

04 maí 2015

Fyrirhugað sjókvíaeldi í Eyjafirði

Stangaveiðifélagið Flúðir er félag áhugafólks um stangaveiði og telur nú 110 félaga. Félagið er stofnað 1956 og hefur leigt stangaveiðiréttindi í Fnjóská undanfarin 46 ár af Veiðifélagi Fnjóskár, sem er félag landeigenda að ánni. Þessi félög hafa um langt árabil átt farsæla samvinnu um nýtingu veiðiréttinda í Fnjóská þar sem lögð er áhersla á verndun og auðgun þessarar auðlindar með sameiginlega hagsmuni að leiðarljósi. Í þessu sambandi hafa félögin unnið ötullega að skipulögðu rannsóknar- og ræktunarverkefni í Fnjóská og hafa þau varið til þess umtalsverðum fjármunum, auk þess sem félagsmenn beggja félaganna hafa unnið mikið starf í sjálfboðavinnu verkefninu til framdráttar.

Á aðalfundi Stangaveiðifélagsins Flúða þann 13. apríl 2015 var eftirfarandi samþykkt:

Aðalfundur Stangaveiðifélagsins Flúða mótmælir harðlega fyrirhuguðu eldi á norskum laxi í Eyjafirði og skorar á stjórnvöld að banna allt sjókvíeldi á laxfiskum við Eyjafjörð.

Aðalfundur Stangaveiðifélagsins Flúða fer fram á að yfirvöld banni með öllu sjókvíeldi á norskum laxi, regnbogasilungi og öðrum ágengum framandi stofnum sem valdið geta skaða á vistkerfinu, spillt náttúrlegum fiskistofnum og ógnað líffræðilegri fjölbreytni.

Erindinu hefur nú verið komið til skila ásamt rökstuðningi til opinberra aðila sem að málinu koma.

Til baka

Veiðileyfi

Fnjóská
Ekkert laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekkert laust eins og er.