Fréttir

28 júl. 2015

Smálax að ganga.

Góð veiði er á 1. svæði, mest smálax en einnig nokkrir stærri. Menn eru að sjá töluvert af smálaxi á svæðinu og hollið sem lauk veiðum á sunnudaginn var með 19 laxa á land og einnig settu þeir í marga aðra. Um helgina sáu menn einhverja tugi laxa í Brúarlagshyl og nokkra í stiganum, en skömmu síðar voru þeir flestir farnir uppúr. Við vitum ekki um neina laxveiði ofan stiga ennþá, en síðustu daga hafa menn verið að setja í laxa og sjá þá í uppánni. Við minnum veiðimenn á að skrá veiði strax að lokinni veiðiferð, enda er það skylda okkar sem leigutakar árinnar að upplýsa okkar viðsemjendur um alla veiði, auk þess sem það er sjálfsögð kurteisi við aðra veiðimenn að upplýsa þá um gang mála hverju sinni. Á www.facebook.com er síða um Fnjóská og er hún öllum opin. Síðan heitir "Stangaveiðifélagið Flúðir og annað áhugafólk um Fnjóská". Við hvetjum félagsmenn og aðra til að skrá sig á síðuna og leggja henni til fréttir og upplýsingar eins og tilefni er til.

Til baka

Veiðileyfi

Fnjóská
Ekkert laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekkert laust eins og er.