Fréttir

07 sep. 2015

Enn smálax að ganga

Nú eru tæplega 500 laxar komnir á land úr Fnjóská. Undanfarna daga hafa veiðimenn orðið töluvert varir við smálax á 1. svæði, sérstaklega á veiðistöðunum ofan við laxastigann, þ.e Engjabakka og Húsbreiðu. Enn er góð veiði á 2. svæði og hafa menn víða orðið varir við lax á svæðinu. Tökur eru grannar og margir sleppa eftir stutta viðureign. Rólegt er á 3. og 4. svæði.

Til baka

Veiðileyfi

Fnjóská
Ekkert laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekkert laust eins og er.