Fréttir

16 sep. 2015

Silungsveiðileyfi á svæði 1 í september

Við vorum að setja inn í söluna veiðileyfi á svæði 1. núna 17.- 27. sept fyrir þá sem hafa áhuga á því að athuga með haustbleikju en hún lætur oft sýna sig á þessum tíma og stundum í verulegu magni.

Við viljum vekja athygli á því að þessi veiðileyfi á svæði 1. eru aðeins fyrir svæðið neðan við gömlu brú og niður í ós, ekki er leyfilegt að veiða ofan við gömlu brúna. Kvóti á á bleikju eru 4 á vakt en eftir það má veiða á flugu og sleppa hafi fólk vilja til. Varðandi lax þá gilda almennar reglur í ánni.

Til baka

Veiðileyfi

Fnjóská
Ekkert laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekkert laust eins og er.