Fréttir

21 jún. 2004

Laxinn er kominn í Fnjóská

Stjórn Flúða opnaði Fnjóská þann 16. júní.
Frekar leyst laxinum illa á stjórnarmennina því hann lét ekki sjá sig þann daginn.
Fyrstu veiðimennirnir mættu síðan í ána síðdegis 18. júní. Ekki settu þeir í hann, en lax sást þó á Hellunni, og í Rauðhyl urðu menn einnig varir við lax. Nokkrar bleikjur komu hins vegar á land, allar úr Rauðhyl.
Dagana þar á eftir voru menn að sjá einn og einn lax en ekki hlupu þeir á agnið.

Fyrsti laxinn veiddist loks þann 22. júní, 10 punda lúsug hrygna á Malareyrinni.


Þann 12. júní voru niðurgönguseiði flutt úr eldistjörninni ofan við Sandinn í þrjár nýjar sleppitjarnir sem búið var að útbúa á völdum stöðum, en ein sleppitjörn er í landi Steinkirkju efst á 4. svæði, ein er á 3. svæði neðan við Vatnsleysuhyl og ein er við Skarð efst á 1. svæði. Í hverja sleppitjörn voru sett 3-4.000 niðurgönguseiði, en 8-10.000 seiði eru eftir í eldistjörninni við Sandinn og mun þau ganga úr henni til sjávar í fyllingu tímans.
Á myndinni hér til hliðar eru Pétur, Guðmundur og Olgeir að ljúka fragangi við Vatnsleysuhyl en myndasmiðinn, Sigmund, vantar að sjálfsögðu á myndina.

Til baka

Veiðileyfi

Fnjóská
Ekkert laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekkert laust eins og er.