Fréttir

12 júl. 2004

Þokkalegur gangur í Fnjóská

Á þriðja tug laxa eru komnir á land og bleikjuveiði er mjög góð. Smálax er að ganga og virðist stoppa stutt á 1. svæðinu, enda mjög góð skilyrði til að fara laxastigann upp á efri svæðin.
Fyrstu laxarnir af efri svæðunum komu um helgina, þrír laxar á svæði 2 og einn lax á svæði 3. Góður lax slapp í löndun frá veiðimanni á svæði 3 fyrir helgina.
Veiðimenn sem voru með eina stöng á 1. svæði í morgun fengu tvo laxa, 6 og 7 pund, einn 5 punda urriða og þrettán bleikjur, þar af nokkrar 4-5 punda.

Til baka

Veiðileyfi

Fnjóská
Ekkert laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekkert laust eins og er.