Fréttir

20 júl. 2004

Góðar smálaxagöngur og lax úr Bakkaá

Um það bil 50 laxa eru komnir á land og bleikjuveiði er mjög góð. Smálax er að ganga og sést hann í tugatali á 1. svæði, en virðist stoppa þar stutt við, enda mjög góð skilyrði til að fara laxastigann upp á efri svæðin. Svæði 2 - 4 eru komin ágætlega í gang og hafa m.a. fengist laxar ofarlega á 4. svæði.
Einn 10 punda lax veiddist í Bakkaá fyrir nokkrum dögum, sem verður að teljast mikil frétt, en Bakkaá sameinast Fnjóská við bæinn Reyki ofan við svæði 6, sem er efsta svæði okkar í ánni. Þessi lax hefur sem sagt ferðast upp í gegn um öll laxa- og silungasvæðin og yfir í Bakkaá þar sem hann hljóp á færi bleikjuveiðimanns sem væntanlega hefur ekki átt von á slíkum feng.

23. júlí var búið að skrá tæplega 80 laxa í veiðibækur og góð veiði á öllum svæðum síðustu daga.

Til baka

Veiðileyfi

Fnjóská
Ekkert laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekkert laust eins og er.