Fréttir

10 ágú. 2004

Maríulaxar

Systurnar Eir (7 ára) og Iðunn (5 ára) Andradætur veiddu báðar Maríulaxa á síðast liðnu sumri, nánar tiltekið þann 8. ágúst. Eir veiddi 5 punda lax á Eyrarbreiðu á Rauða Frances með keiluhaus og Iðunn veiddi 5 punda lax á Rauða Frances þríkrækju við Engjabakka. Báðar notuðu kaststöng og flotholt. Í Fnjóská þarf sums staðar að kasta langt þannig að Eir sat á háhesti á pabba þegar hún setti í fiskinn og þreytti hann. Hún landaði sínum fiski alveg sjálf, dró hann upp í fjöru, bremsan á kasthjólinu var óvart í botni og fiskurinn var greinilega feigur. Pabbi hjálpaði Iðunni svolítið við að draga inn sinn lax enda aðstæður við Engjabakka erfiðar, mikill straumur og stórgrýti.

Mynd: Iðunn og Eir Andaradætur með laxana

Til baka

Veiðileyfi

Fnjóská
Ekkert laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekkert laust eins og er.