Fréttasafn

04 sep. 2014
Veiðijakki og veiðihattur eru í óskilum - fundust í Flúðaseli. Upplýsingar hjá Guðmundi 618 6265.

26 júl. 2014
Áfram er góð veiði á 1. svæði og virðist töluvert vera af laxi og bleikju á svæðinu. Síðustu daga hafa að minnsta kosti þrír laxar fengist ofan laxastigans, allir á 3. svæði (Melbreiðu, Þvergarðsbreiðu og Símahyl). Einnig settu veiðimenn á 2. svæði í lax í Ferjupolli, en hann náðist ekki á land. Á 4. svæði urðu menn varir við lax í Neslæk. Veiðimenn eru hvattir til að draga ekki skráningu á veiði. Okkur er kunnugt um nokkra veidda laxa sem hafa ekki enn ratað á síður veiðibókarinnar. Það er skylda okkar að skrá alla veiði og skal það gert strax að lokinni veiðiferð.

23 júl. 2014

Í morgun, 23. júlí, veiddist 100 cm langur hængur í Rauðhyl. Honum var sleppt í ána aftur eftir mælingar og myndatökur. Gera má ráð fyrir að laxinn hafi verið a.m.k. 20 pund.


18 júl. 2014
Undanfarna daga hafa veiðimenn orðið varir við mikið af laxi og bleikju á 1. svæði, og sumar stangirnar veitt mjög vel. Það sem af er sumri hefur áin verið mjög vatnsmikil og köld en síðustu daga hefur verulega dregið úr flaumnum. Svo virðist sem töluvert hafi gengið af laxi þrátt fyrir vatnsmagnið og hann dvalið í djúpum hyljum í vari fyrir beljandanum, en með minnkandi vatni fer hann hreyfa sig og þá um leið að veiðast.

17 júl. 2014
Nú eru komnir rúmlega 40 laxar og um 70 bleikjur á land í Fnjóská. Mikið vatn hefur verið í ánni undanfarið eftir snjóþungann vetur sem hefur gert veiðimönnum erfitt fyrir en áin er að hríðfalla í vatni þessa dagana. Það sem veiðst hefur er af neðsta svæðinu fyrir utan nokkra urriða sem veiðimenn hafa náð af efri svæðunum. Sjógengni fiskurinn hefur verið fastur í fossunum neðan við laxastigann og hefur pakkað sér saman þar og bíður færis að fara af stað upp í á.

Þegar þetta er skrifað er vatnsmagnið í 120 m3 en var í 200 m3 fyrir aðeins 5 dögum síðan. Við teljum að fiskurinn fari að reyna að ganga upp um leið og hún fer niður í 70-90 m3 og neðar en það fer hann auðveldlega upp í gegnum þrengingarnar.

Veiðin á neðsta svæðinu hefur verið með ágætis móti þegar áin hefur verið skapleg og til að mynda fékk einn veiðimaður í morgun 7 laxa ásamt því að setja í nokkra í viðbót. Mest af laxinum hefur verið 2ja ára fiskur en núna er smálaxinn að byrja að sýna sig líka. Sjóbleikjurnar sem hafa náðst eru flestar rígvænar og spikfeitar og veit það á gott.

23 jún. 2014

Uppfært 27.6 - Veðurstofan hafði samband og lét okkur vita að vatnsmælirinn í Fnjóská er kominn í lag.

 


17 jún. 2014

Stjórnarmenn Stangaveiðifélagsins Flúða opnuðu Fnjóská í morgun. Aðstæður til veiða voru ekkert sérstakar, mikill vöxtur er í ánni, vel yfir 200 m3, og litað vatn. Fyrsti laxinn var þó kominn á land eftir 30 mínútur, 85 cm hrygna, veidd á Malareyrinni af Guðjóni Ágústi Árnasyni. Annar lax kom síðan úr Rauðhyl, 72 cm hrygna, sami veiðimaður.
20 maí 2014

Veiðileyfi í Fjarðará eru komin í vefsöluna hjá Stangaveiðifélagi Akureyrar, www.svak.is

Eitthvað er laust af leyfum ennþá í Fnjóská og má þau finna í vefsölunni hér á vefsíðu Flúða.


11 apr. 2014
Úthlutun veiðileyfa til félagsmanna í Flúðum er lokið og óseld veiðileyfi koma í almenna sölu á næstu dögum.

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.