Fréttir

19 maí 2012

Veiðileyfin kominn á vefinn

Nú er úthlutun veiðileyfa lokið og laus veiðileyfi komin í vefsöluna hérna á síðunni.

Eitthvað er laust af vöktum á vordögum og svo nokkrar 2ja daga stangir sem og stakar vaktir á haustdögum.

Veiðileyfi í Fjarðará eru komin í sölu á vefsíðu Stangaveiðifélags Akureyrar, www.svak.is og þar má einnig finna nánari upplýsingar og myndband með leiðarlýsingu.

Nú er aðeins mánuður í opnun í Fnjóská og vonandi verður gott vor með stöðugu og hægminnkandi vatni í ánni en eins og flestir vita var veiði í fyrra oft á tíðum erfið til að byrja með sökum vatnsmagns og kulda.

Góða skemmtun á árbakkanum!

Til baka