Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
 • Fnjóská

  Stangaveiðifélagið Flúðir er leigutaki að Fnjóská

  Lax, sjóbleikja, urriði og staðbundin bleikja veiðist í Fnjóská en mest er um lax og sjóbleikju yfir veiðitímann

 • Fnjóská

  Stangaveiðifélagið Flúðir er leigutaki að Fnjóská

  Veiði hefst 18. júní og stendur til 20. september og eru göngur hvað mestar um miðbik og seinnihluta júlímánaðar

 • Fnjóská

  Stangaveiðifélagið Flúðir er leigutaki að Fnjóská

  Veiðistaðir í Fnjóská eru flestir stórir og víðáttumiklir og jafnt rennsli en jafnframt mikill straumur gerir ána að frábærri fluguveiðiá

 • Fnjóská

  Stangaveiðifélagið Flúðir er leigutaki að Fnjóská

  Stangaveiðifélagið Flúðir á Akureyri hefur haft Fnjóská á leigu óslitið síðan 1969

 • Fnjóská

  Stangaveiðifélagið Flúðir er leigutaki að Fnjóská

  Fnjóská er 117 km að lengd, á upptök sín í Bleiksmýrardrögum og er ein vatnsmesta bergvatnsá landsins

Smálax og vænar bleikjur að láta sjá sig

Það er að lifna yfir Fnjóská eftir miklar leysingar undanfarnar tvær vikur. Áin er ennþá vatnsmikil og örlítil snjóbráð í henni en orðin vel veiðanleg og fiskur að koma inn á stórstreyminu. Í gær veiddist smálax á Malareyri og sást til fleiri þar sem og í Efra-Lækjarviki þar sem þeir voru að stökkva fossinn upp í Kolbeinspoll. Stóru bleikjurnar eru líka byrjaðar að láta sjá sig og í gær veiddust að minnsta kosti 6 bleikjur á neðsta svæðinu sem voru á bilinu 48-59 cm og nokkrar láku af eftir að hafa tekið roku út í straumharðann strenginn í miðri ánni.

Laxastiginn fylltist af möl í leysingunum en það hefur verið mokað upp úr honum aftur og hann hreinsaður og því greið leið fyrir fiskinn upp í á. Nokkuð öruggt er að einhverjir veiðistaðir hafi tekið breytingum í þessum látum en það er svo sem ekkert nýtt og eykur bara fjölbreytnina. 

Mynd: Daníel Hrafn með 58cm bleikju sem tók Rauðan Frances cone í Efra-Lækjarviki.