Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
  • Fnjóská

    Stangaveiðifélagið Flúðir er leigutaki að Fnjóská

    Lax, sjóbleikja, urriði og staðbundin bleikja veiðist í Fnjóská en mest er um lax og sjóbleikju yfir veiðitímann

  • Fnjóská

    Stangaveiðifélagið Flúðir er leigutaki að Fnjóská

    Veiði hefst 18. júní og stendur til 20. september og eru göngur hvað mestar um miðbik og seinnihluta júlímánaðar

  • Fnjóská

    Stangaveiðifélagið Flúðir er leigutaki að Fnjóská

    Veiðistaðir í Fnjóská eru flestir stórir og víðáttumiklir og jafnt rennsli en jafnframt mikill straumur gerir ána að frábærri fluguveiðiá

  • Fnjóská

    Stangaveiðifélagið Flúðir er leigutaki að Fnjóská

    Stangaveiðifélagið Flúðir á Akureyri hefur haft Fnjóská á leigu óslitið síðan 1969

  • Fnjóská

    Stangaveiðifélagið Flúðir er leigutaki að Fnjóská

    Fnjóská er 117 km að lengd, á upptök sín í Bleiksmýrardrögum og er ein vatnsmesta bergvatnsá landsins

Veiðireglur

Stangaveiðifélagið Flúðir og Veiðifélag Fnjóskár vilja að gefnu tilefni koma eftirfarandi á framfæri.

Nýjar reglur um sleppingar veiddra fiska eru í gildi frá og með sumrinu 2024.

Helstu breytingar frá eldri reglum eru þessar:

  • Sleppa skal öllum bleikjum og sjóbirtingi óháð stærð.
  • Öllum laxi yfir 65 cm skal sleppt eða hann settur í klakkistu.
  • Til hádegis 11. ágúst er heimilt á svæðum 1-4 að hirða einn lax 65 cm eða minni á hverjum hálfum degi.
  • Eftir hádegi 11. ágúst og út veiðitímann skal öllum laxi sleppt eða hann settur í klakkistu.
  • Frá hádegi 1. ágúst er aðeins leyft að veiða á flugu með flugustöng.

Við biðjum veiðimenn vinsamlegast um að kynna sér þessar reglur og virða þær.

Sjá nánar á www.fnjoska.is og á útgefnum veiðileyfum.