Veiðireglur
Stangaveiðifélagið Flúðir og Veiðifélag Fnjóskár vilja að gefnu tilefni koma eftirfarandi á framfæri.
Nýjar reglur um sleppingar veiddra fiska eru í gildi frá og með sumrinu 2024.
Helstu breytingar frá eldri reglum eru þessar:
- Sleppa skal öllum bleikjum og sjóbirtingi óháð stærð.
- Öllum laxi yfir 65 cm skal sleppt eða hann settur í klakkistu.
- Til hádegis 11. ágúst er heimilt á svæðum 1-4 að hirða einn lax 65 cm eða minni á hverjum hálfum degi.
- Eftir hádegi 11. ágúst og út veiðitímann skal öllum laxi sleppt eða hann settur í klakkistu.
- Frá hádegi 1. ágúst er aðeins leyft að veiða á flugu með flugustöng.
Við biðjum veiðimenn vinsamlegast um að kynna sér þessar reglur og virða þær.
Sjá nánar á www.fnjoska.is og á útgefnum veiðileyfum.