Veiðihús
Veiðihúsin við Flúðasel
Flúðasel er í landi Böðvarsness skammt neðan við mörk 2. og 3. veiðisvæðis.
Athugið! Ekki má fara inn í sjálf veiðihúsin fyrr en 30 mínútum fyrir veiðitíma og gestir þurfa að vera búnir að rýma og skila af sér veiðihúsi 30 mínútum eftir að veiðitíma lýkur. Tæma skal heita pottinn eftir notkun.
Ekinn er þjóðvegur 1 frá Akureyri til austurs þar til komið er að brúnni yfir Fnjóská rétt neðan við Vaglaskóg. Farið er yfir brúna og stuttu síðar beygt til vinstri inn á veg 835, sem liggur niður Fnjóskadal til Grenivíkur. Veiðihúsin eru á hægri hönd 9 km frá þessum vegamótum.
Húsin eru 5 samtals og er fyrirkomulagið á þá vegu að 3 hús hýsa 2 stangir hvert og er þar svefnpláss fyrir 4 í hverju húsi. Í fjórða húsinu er vöðlugeymsla í öðrum helming en hinn helmingurinn hýsir 1 stöng og eru þar 2 svefnpláss. Í Flúðaseli sjálfu eru svo 2 svefnpláss til viðbótar ásamt svefnlofti.
Menn leggja sjálfir til allan sængurfatnað og handklæði, þrífa eftir sig og taka með allt rusl.
Hundar eru velkomnir á svæðið en ekki er leyfilegt að hafa þá inni í veiðihúsunum. Velkomið er að leyfa þeim að sofa í laxageymslu og vöðlugeymslu.
Umgengnisreglur eru á staðnum og ber mönnum að ganga vel um og sýna öðrum tillitssemi.
Athugið að veiðihúsin eru eingöngu fyrir veiðimenn á svæðum 1-4 og aðeins er heimilt að nýta 2 svefnpláss fyrir hverja stöng.