Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR

Fnjóská

Veiðihúsin við Flúðasel

Flúðasel er í landi Böðvarsness skammt neðan við mörk 2. og 3. veiðisvæðis.

Ekinn er þjóðvegur 1 frá Akureyri til austurs þar til komið er að brúnni yfir Fnjóská rétt neðan við Vaglaskóg. Farið er yfir brúna og stuttu síðar beygt til vinstri inn á veg 835, sem liggur niður Fnjóskadal til Grenivíkur. Veiðihúsin eru á hægri hönd 9 km frá þessum vegamótum.

Húsin eru 5 samtals og er fyrirkomulagið á þá vegu að 3 hús hýsa 2 stangir hvert og er þar svefnpláss fyrir 4 í hverju húsi. Í fjórða húsinu er vöðlugeymsla í öðrum helming en hinn helmingurinn hýsir 1 stöng og eru þar 2 svefnpláss. Í Flúðaseli sjálfu eru svo 2 svefnpláss til viðbótar ásamt svefnlofti.

Menn leggja sjálfir til allan sængurfatnað og handklæði, þrífa eftir sig og fara með allt rusl í gáma, sem t.d. eru við þjóðveginn a.m.k. á tveimur stöðum við ána.

Umgengnisreglur eru á staðnum og ber mönnum að ganga vel um og sýna öðrum tillitssemi.

Athugið að veiðihúsin eru eingöngu fyrir veiðimenn á svæðum 1-4 og aðeins er heimilt að nýta 2 svefnpláss fyrir hverja stöng.