Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR

Fnjóská - Silungur


Fnjóská - Silungur

Fnjóská - Svæði 5 (Silungur)


Fnjóská
Áin, sem er 117 km að lengd, á upptök sín í Bleiksmýrardrögum og er ein vatnsmesta bergvatnsá landsins.  Lax og sjóbleikja eru uppistaðan í veiðinni, en einnig veiðast í ánni urriði og staðbundin bleikja. 

Svæði 5 sem gjarnan er kallaði silungasvæðið nær frá merki ofan við Hólmabreiðu upp að ármótum Bakkaár og Fnjóskár rétt neðan við bæinn Reyki. Merktir veiðistaðir eru nr. 69 - 80 og þaðan er ómerkt upp að Bakkaá. Veiðitímabilið er 8. júlí - 31. ágúst og seldar 2 stangir í heilum dögum. Stangirnar eru aðeins seldar saman.


Veiðireglur

Eingöngu er veitt á flugu á flugustöng. Öllum laxi, bleikju og sjóbirting skal sleppt aftur. Staðbundinn urriða mega veiðimenn taka í soðið.
Veiðitími morgunvaktar er frá kl. 7 til 13 og veiðitími kvöldvaktar er frá kl. 16 til 22 til og með 10. ágúst, en eftir það frá kl. 15 til 21.


Veiðihús

Ekkert veiðihús fylgir veiðileyfum á svæði 5. 


Annað

Veiðimenn eru beðnir um að loka alltaf hliðum á eftir sér og aka ekki um tún og ótroðnar slóðir nema með leyfi landeigenda. Einnig eru veiðimenn beðnir um að sýna landeigendum og öðrum veiðimönnum tillitssemi, ganga vel um landið og skilja ekki eftir rusl við ána.


Skilmálar

Kaupendur veiðileyfa skuldbinda sig til að fylgja veiði- og umgengnisreglum, og skrá alla veiði í rafræna veiðibók á heimasíðu okkar. Veiðileyfi fást ekki endurgreidd.