Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR

Veiðireglur

1.8.2024

Stangaveiðifélagið Flúðir og Veiðifélag Fnjóskár vilja að gefnu tilefni koma eftirfarandi á framfæri.

Nýjar reglur um sleppingar veiddra fiska eru í gildi frá og með sumrinu 2024.

Helstu breytingar frá eldri reglum eru þessar:

  • Sleppa skal öllum bleikjum og sjóbirtingi óháð stærð.
  • Öllum laxi yfir 65 cm skal sleppt eða hann settur í klakkistu.
  • Til hádegis 11. ágúst er heimilt á svæðum 1-4 að hirða einn lax 65 cm eða minni á hverjum hálfum degi.
  • Eftir hádegi 11. ágúst og út veiðitímann skal öllum laxi sleppt eða hann settur í klakkistu.
  • Frá hádegi 1. ágúst er aðeins leyft að veiða á flugu með flugustöng.

Við biðjum veiðimenn vinsamlegast um að kynna sér þessar reglur og virða þær.

Sjá nánar á www.fnjoska.is og á útgefnum veiðileyfum.

Fyrsti laxinn úr Fnjóská sumarið 2024.

20.6.2024

Stjórnarmenn Flúða opnuðu ána um síðustu helgi en urðu ekki varir við lax.

Í morgun kom fyrsti laxinn á land.  80 cm nýgengin hrygna úr Skúlaskeiði.
Fallegt vorvatn er í ánni, nánast litlaust og rennsli 75 m3/s.


Laus veiðileyfi 2024

6.5.2024

Laus veiðileyfi fyrir 2024 hafa verið gerð sýnilegt í vefsölunni hjá okkur. 

Veiðileyfi á laxasvæðinu er hægt að skoða hér: Veiðileyfi - Laxasvæði

Veiðileyfi á silungasvæðinu (5) er hægt að skoða hér: Veiðileyfi - Silungasvæði

Við vekjum athygli á því að það eru breytingar á veiðireglum og biðjum menn um að kynna sér þær áður en keypt er.

Upplýsingar og reglur fyrir laxasvæðin má finna hér: Upplýsingar - Laxasvæði

Upplýsingar og reglur fyrir silungasvæðið má finna hér: Upplýsingar - Silungasvæði

Meira

Eldislaxar

11.9.2023

Til veiðimanna í Fnjóská. Strokulaxar úr sjókvíaeldi eru illu heilli mættir í uppáhaldsána okkar. Við biðjum ykkur að vera á verði gagnvart þessum óboðnu gestum og ekki sleppa þeim sem koma á land í ána aftur. Vinsamlegast takið hreistursýni og skráið lengd laxins, kyn og dagsetningu. Einnig óskum við eftir gert sé að fiskinum og haus hans og innyfli sett í plast. Þessu má skila í frystikistuna í Flúðaseli eða til Hafró að Óseyri 2, Akureyri. Skráið fiskinn í veiðibókina á www.fnjoska.is og setjið "eldislax" í athugasemdir. Fiskinn sjálfan getið þið hirt, en hann er þrátt fyrir allt góður matfiskur. Með fyrirfram þökk. Stjórn Stangaveiðifélagsins Flúða.

Klakkistur

14.7.2023

Kistur fyrir klaklaxa er komnar niður og sem fyrr biðjum við veiðimenn að veita okkur lið í öflun klaklaxa. Kisturnar eru að vestan á Sandi (34), Vatnsleysu (44) og Systrahvammi (59), og að austan á Flúðum (52), Eyrarbreiðu (46) og Árbugsárósi (28). Þó viljum við helst fá laxa beint í græna karið á Draflastöðum ef þess er nokkur kostur. Vinsamlegast setjið athugasemd í veiðibókina ef lax er settur í klak. Með fyrirfram þökk. Stjórn Flúða.