20.6.2024 - Fyrsti laxinn úr Fnjóská sumarið 2024.
Stjórnarmenn Flúða opnuðu ána um síðustu helgi en urðu ekki varir við lax.
Í morgun kom fyrsti laxinn á land. 80 cm nýgengin hrygna úr Skúlaskeiði.
Fallegt vorvatn er í ánni, nánast litlaust og rennsli 75 m3/s.