26 - Biskupsbreiða
Var erfiður veiðistaður að nálgast en auðveldari eftir að vegaslóði kom vestan árinnar í gegn um skóginn. Veiðistaðurinn er stór en ekki mjög djúpur og betra er að veiða hann vestan ár, enda áin tvískipt þarna og ekki alltaf væð að austan. Grasbakki er þarna meðfram vesturlandinu. (-ES-)