Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR

6 - Hellan

Þar rennur áin á berghellu, við og framan hamarsins, eftir að hún kemur úr þrengslunum. Laxinn (og bleikjan) liggja oft í torfum þarna á hellunni, sem auðvelt er að sjá ofan af berginu. Til að geta kastað, þarf að fara niður náttúrulegar tröppur á syllu, sem liggur við þrengslin nokkru ofan vatnsyfirborðsins. Þarna er gaman að kasta flugu, en flestir nota líklega maðkinn. Laxinn hefur mikla möguleika að sleppa þarna, enda veiðimaðurinn í eins konar spennitreyju. (-ES-)

Veiddir laxar

2010
29
2011
20
2012
14
2013
6
2014
1
2015
6
2016
3
2017
3
2018
1
2019
12
2020
5
2021
1
2022
7
2023
2
2024
4