21 - Húsbreiða
Efst á vesturbakkanum er klöpp út í ána, þar neðar sandfjara og enn neðar grasbakki. Þarna þarf að fara varlega að ánni. Laxinn liggur oft í smálygnu framan sandbakkans. Annars er áin mjög straumþung þarna og vatnsmikil með klettum og klöppum undir yfirborðinu, og manni finnst hún miklu stærri og vatnsmeiri þarna en annars staðar. Mér finnst erfitt, en mjög ánægjuríkt að þreyta lax á Húsbreiðunni. Ég veiði einnig austan ár, en þá þarf að vaða bússudýpt út til að ná álnum. (-ES-)