61 - Merkurbreiða
Merkurbreiða, dregur nafn sitt af bænum Mörk. Þetta er frekar stór breiða sem byrjar með streng niður miðja á, Þar eru margir fallegir speglar sem lax getur leynst í, en þegar neðar dregur verður hún lign. Þarna er mikill gróður og nokkrir steinar við vestulandið, við þessa steina liggur laxinn gjarnan, sé veitt að vestanverðu þarf að fara mjög varlega þegar neðar dregur, aftur á móti er mjög gott að nota fluguna ef veitt er að austanverðu en þá þarf að vaða nokkuð út. (-SG-)