Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR

46 - Eyrarbreiða

Vatnsmikill og langur veiðistaður, sem veiða má af báðum bökkum og er auðveldur hvoru megin sem er. Laxinn getur verið nær alls staðar, en líklega oftar en ekki á jafnrennandi breiðunni. Þessi staður er frekar seinlegur yfirferðar en gefur oft góða veiði. (-ES-)

Eyrarbreiða er oftast veidd að austanverðu og er þá ekið niður veg sunnan bæinn Veisusel og þaðan í túnjaðrinum þar til hægt er beygja og keyra niður brekku að veiðistaðnum. Efst í veiðistaðnum er ævinlega bleikja og er hún helst í straumskilunum og aðeins inn á dauða vatnið. Fyrir miðri breiðu er steinn sem stendur upp úr og er gott að byrja aðeins ofan við hann þegar reynt er við laxinn. Í kringum þennan stein og utan við hann eru fleiri steinar og liggur laxinn við þá en einnig í miðjum strengnum frá þessum steinum og alveg niður á brot. (-IKÞ-)

Veiddir laxar

2010
20
2011
7
2012
4
2013
5
2014
3
2015
2
2016
1
2017
4
2018
2
2019
2020
9
2021
15
2022
1
2023
2
2024