54 - Ferjustrengur
Einnig kallaður Nesbreiða á meðal veiðimanna. Veiddur að vestanverðu og er þá byrjað aðeins ofan við raflínuna er liggur yfir ána og vaðið út í ána. Aðeins neðan við þessa raflínu eru ólgur frá stórum steinum. Breiðan er frekar grunn en í kringum ólgurnar er lúmskt dýpi og þar liggur laxinn. Einnig getur hann verið nálægt landi að austanverðu aðeins neðar. (-IKÞ-)