53 - Nesbugða (Neslækur)
Einnig kallaður Neshylur og dregur nafn sitt af bænum Nesi sem stendur beint ofan við veiðistaðinn. Betra að veiða að austanverðu og gott að byrja við stóru grjótin ofarlega í veiðistaðnum og veiða niður. Staðurinn skýrir sig að mestu sjálfur þegar að honum er komið, straumharður strengur með vesturlandinu en rólegra vatn að austanverðu og botninn stórgrýttur. Þar geta laxar legið milli steinanna en einnig mjög nálægt landi alveg frá stórgrýtinu og niður breiðuna. (-IKÞ-)