2 - Klapparhylur
Í góðu vatni þegar göngur eru sem mestar þá eiga laxar til með að stoppa ofan á klöppunum alveg við vesturlandið. Auðvelt er að sjá hvort þarna sé fiskur þegar komið er niður frá Skúlaskeiði og upp á klöppina ofan við veiðistaðinn. Mjög skemmtilegt er að sjónkasta flugu að þeim og oftar en ekki sýna þeir viðbrögð ef þeir eru þarna á annað borð. (-IKÞ-)