Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR

42 - Stekkjarhylur

Mjög skemmtilegur og auðveldur fluguveiðistaður, stríður og myndar þrönga röst efst, þar sem áin rennir sér milli smákletta og all stórra steina, en þenur sig út neðar, þegar fram kemur á breiðuna. Grasbakkar eru báðum megin ár og má veiða frá þeim báðum, en vaða verður allvel út og er mun betra að veiða frá vesturbakkanum. Lax er um allan miðjan veiðistaðinn. (-ES-)

Veiddir laxar

2010
17
2011
16
2012
4
2013
4
2014
2
2015
2016
8
2017
1
2018
1
2019
5
2020
31
2021
8
2022
8
2023
20
2024