Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR

49 - Þvergarðsbreiða

Straumþungur, allbreiður, meðalstór, fallegur og erfiður veiðistaður, og minnir um margt á Vaðhyl í Selá. Áll árinnar er nær austurlandinu og efst er djúp klettarenna undir yfirborðinu. Nokkrir allstórir steinar eru við austurlandið og sá stærsti neðst, áður en áin kemur í breiðuna. Hún er venjulega grunn og vel væð, enda gamalt vað, Þvergarðsvað, suður og niður undan túninu á Víðivöllum, sunnan hólma í miðri á og ferjustaður var þar litlu sunnar. Þar lágu fjölfarnar reiðgötur að Hálsi og einnig lengra austur til Ljósavatnsskarðs. Stakur steinn er úti í miðri á, sem ekki nær yfirborðinu í miklu vatni. Áin er mjög grunn við vesturlandið, eftir að niður kemur af allbröttum mel með grasbakka, en í minna vatni kemur malarrif þar upp úr síðsumars, sem gerir löndun auðveldari. Efst við þessa eyju eru allmargir steinar, sem venjulega standa vel upp úr, en frekar grunnur áll er næst landinu. Grasbakki er við austurlandið. Margir kjósa að vaða ána á breiðunni og veiða frá austurbakkanum, en undirritaður veður út í miðja á frá vesturlandinu og kastar þaðan úr straumröstinni. Þarna hef ég átt margar snarpar glímur við sterka laxa og þessi staður er uppáhalds veiðistaðurinn minn í uppánni. (-ES-)

Veiddir laxar

2010
4
2011
10
2012
5
2013
3
2014
5
2015
1
2016
2017
2018
2019
2020
2
2021
2022
2
2023
4
2024