50 - Hrísgerðisbreiða
Hún er lygn, langur, breiður og þannig stór veiðistaður. Aðaldýpið er að vestanverðu, en þar rennur áin við tíu metra háan, nær fjörulausan bakka vaxinn kjarri og grasi. Grjóhnullungar eru hér og hvar í ánni, mest ofantil. Austurbakkinn er malarfjara. Mjög erfitt er að kasta flugu þarna, nema með sveiflukasti. Þröngt er á bakkanum og því nokkur vandi að þreyta og ná laxinum. Ég veiði alltaf vestan ár. (-ES-)