51 - Hálspollur
Fyrst og fremst bleikjustaður og veiddur að austanverðu. Þó fæst þarna einstaka lax ef heppnin er með og göngufiskur hefur staldrað þar aðeins við. Veiðistaðurinn er smá flati sem myndast rétt ofan við þar sem Þingmannalækurinn rennur út í Fnjóská og sjálfur lækjarósinn. Gott er að strippa hér silungaflugur og byrja nálægt landi. (-IKÞ-)