9 - Efra-lækjarvik
Veiðistaður, sem varla er hægt að kalla svo. Flatarmál hans er vart meira en 15 fermetrar. Hann er vel djúpur eins og trekt með víða opið inn undir flúðafossinn úr Kolbeinspolli. Hann minnir á hver, sem ætlar fara að gjósa, enda gjósa oft laxar þar á færið á vorin, en laxinn hvílir sig þarna áður en hann reynir að ganga Kolbeinspollshávaðana. (-ES-)